Eftir að hafa gengið frá kaupum á Mason Mount er Manchester United með tvær stöður sem Erik ten Hag krefst þess að verði styrktar á næstu vikum.
Sky Sports segir að Ten Hag leggi áherslu á það að fá markvörð og sóknarmann inn í raðir félagsins í sumar.
United er byrjað að bjóða í Andre Onana markvörð Inter en David de Gea er án samnings og ekki stefnir í að hann verði áfram.
„Það er í forgangi hjá Ten Hag að fá markvörð og framherja núna, það er talsverður munur á verðmati Manchester United og Inter,“ segir Dharmesh Sheth hjá Sky Sports.
„Sama er með Rasmus Hojlund hjá Atalanta en félögin eru langt frá hvor öðru í verði en viðræður halda áfram.“
Til að Ten Hag fái bæði sóknarmann og markvörð þarf félagið einnig að selja einhverja leikmenn.