Glöggir knattspyrnuáhugamenn tóku eftir athyglisverðu smáatriði í kveðjumyndbandi Mason Mount til stuðningsmanna Chelsea.
Enski miðjumaðurinn er að ganga í raðir Manchester United. Rauðu djöflarnir greiða Chelsea 55 milljónir punda með möguleika á 5 milljónum til viðbótar fyrir leikmanninn.
Mount setti á samfélagsmiðla kveðju til stuðningsmanna Chelsea þar sem hann fór yfir ákvörðun sína og kvaddi félagið sem hann ólst upp hjá.
Glöggir tóku eftir því að á myndbandinu var Mount með aflitað hár en þegar hann mætti á æfingasvæði United í vikunni var hann með sitt hefðbundna brúna hár.
Það er því útlit fyrir að Mount hafi tekið kveðjumynbandið upp fyrr í sumar, jafnvel í sumarfríi sínu á Spáni. Það er því greinilega langt síðan leikmaðurinn tók þá ákvörðun að skipta yfir úr Chelsea í United.
Það er búist við því að United tilkynni kaupin á Mount í þessari viku.