„Ég var í áfalli þegar ég komst að því að Mbappe ætlaði að fara frítt frá okkur,“ segir Nasser Al Khelaifi forseti PSG um stöðu Kylian Mbappe.
Franski sóknarmaðurinn hefur látið PSG vita að hann muni ekki framlengja samningin sinn sem rennur út eftir eitt ár.
„Kylian er frábær drengur, heiðursmaður. Að fara frítt frá stærsta franska félaginu, það er ekki eins og hann gerir hlutina. Ég var hissa og svekktur.“
„Við viljum halda Mbappe en hann fer ekki frítt, það er alveg á hreinu.“
Al Khelaifi segir að Mbappe hafi lofað því að hann færi aldrei frítt. „Það var munnlegt samkomulag og Mbappe sagði það líka í viðtölum. Það er því ekki til umræðu.“
„Þú leyfir aldrei besta leikmanni þínum að fara frítt, þannig virkar ekki fótboltinn. Mbappe hefur viku eða tvær til að ákveða sig, ekki meiri tíma en það.“
„Ef hann vill ekki skrifa undir samning þá fer hann. Það er enginn stærri en félagið, ekki ég einu sinni. Það er á hreinu.“