Sadio Mane gæti orðið næsta stórstjarna til að yfirgefa Evrópu fyrir peningana í Sádi-Arabíu.
Al Ahli hefur mikinn áhuga á Senegalanum og vill sameina hann og Roberto Firmino, sem gekk í raðir félagsins í gær á frjálsri sölu frá Liverpool.
Þeir léku auðvitað saman hjá Liverpool um árabil.
Mane er 31 árs gamall og gekk í raðir Bayern Munchen í fyrra. Hann átti hins vegar erfitt fyrsta tímabil í Bæjaralandi og gæti strax verið á förum þrátt fyrir að eiga tvö ár eftir af samningi sínum.
Hjá Al Ahli yrði Mane einnig liðsfélagi Edouard Mendy, en þeir félagar leika saman í senegalska landsliðinu. Markvörðurinn gekk í raðir Al Ahli á dögunum frá Chelsea.
Al Ahli will push in the next days to sign Sadio Mané by offering him a three year deal. 🟢🇸🇦 #transfers
He’s top of Al Ahli list, as revealed earlier today. ⤵️ https://t.co/FO0N2Kth88
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 5, 2023