Bruno Fernandes miðjumaður Manchester United hefur boðið Mason Mount velkomin til félagsins með myndum af því þegar þeir rifust þegar hann var leikmaður Chelsea.
Mount verður í treyju númer 7 hjá Manchester United. Félagið staðfestir þetta. United tilkynnti um komu enska miðjumannsins í dag en skiptin höfðu legið í loftinu.
Mount kemur frá Chelsea og skrifar undir fimm ára samning á Old Trafford.
„Af hverju tók það þig svona langan tíma að skrifa undir?,“ skrifar Bruno með tjákni af reiðum kalli.
United greiðir Chelsea 55 milljónir punda með möguleika á 5 milljónum til viðbótar.
Mount er uppalinn hjá Chelsea en átti aðeins ár eftir af samningi sínum og vildi ekki skrifa undir nýjan.
Nú er ljóst að Mount fer í sögufrægu sjöuna hjá United. Menn á borð við Cristiano Ronaldo, David Beckham og Eric Cantona hafa klæðst henni einnig.