Galatasaray í Tyrklandi er að undirbúa viðræður við Manchester United og vill félagið kaupa tvo leikmenn frá félaginu nú í sumar.
Segir að félagið vilji fá bakvörðinn Alex Telles og sóknarmanninn Atnhony Elanga.
Elanga var í herbúðum United á síðustu leiktíð en þegar líða tók á tímabilið vildi Erik ten Hag ekkert nota sænska leikmanninn.
Telles var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð og má fara frá félaginu í sumar. Líklegt er talið að hann fari sama hvort Galatasaray láti til skara skríða ekki.
Fleiri félög hafa áhuga á Elanga sem hefur meðal annars verið orðaður við lið á Englandi í sumar.
🚨 Galatasaray are preparing to start official contacts for Anthony Elanga and Alex Telles. [@Aksam] #mufc
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) July 4, 2023