Manchester United er í leit að markverði fyrir næstu leiktíð.
Samningur David De Gea rann út á dögunum. Hann hafði verið hjá félaginu í tólf ár.
Þá er framtíð Dean Henderson í óvissu.
Undanfarið hefur Andre Onana, sem heillaði með Inter á nýafstaðinni leiktíð, verið orðaður við United.
Erik ten Hag hefur mikinn áhuga á að fá þennan 27 ára gamla markvörð til liðs við sig.
Hins vegar er nú útlit fyrir að hann fái samkeppni frá Sádi-Arabíu.
CBS segir frá því að Al-Nassr, félag Cristiano Ronaldo, fylgist grannt með gangi mála hjá Onana.
Sádar hafa fengið til sín fjöldan allan af stjörnum undanfarið og borgað þeim háar fjárhæðir.