fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Reið kona sendi Frosta skilaboð og hann svarar með eldræðu í þætti sínum – „Taldi sig hafa troðið sokk upp í trantinn á Frosta Logasyni“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 14:30

Frosti Logason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum birti Viðskiptablaðið lista yfir launahæsta knattspyrnufólk Íslands. Listinn skapaði töluverða umræðu og tók Frosti Logason hann fyrir í Harmageddon á Brotkast.is.

Jóhann Berg Guðmundsson var launahæstur karlmanna á listanum með 500 milljónir króna á ári. Sara Björk Gunnarsdóttir var launahæsta konan með 32 milljónir.

Eins og gefur að skilja er ekki öllum sem finnst launamunurinn sanngjarn. Frosti sagði frá einni slíkri í Harmageddon.

„Kona sem ég þekki var frekar reið til að byrja með. Hún sendi fréttina á mig og sagði: „Er þetta ekki alveg ótrúlegt? Jóhann Berg með meira á mánuði en hún allt árið. Svo er alltaf sagt að konur hafi það jafn gott og karlar. Það eru allir heilaþvegnir og það er inngreypt í vitund allra að karlar eigi rétt á hærri launum en konur. Þetta er algjör svívirða. Alveg sama hversu oft þú segir það á Brotkast að það sé ekkert misrétti á milli kynja sýnir þetta svart á hvítu að svo sé.“ Þarna taldi hún sig hafa troðið góðum sokk upp í trantinn á Frosta Logasyni,“ sagði Frosti í þætti sínum.

„Þetta er nú ekki alveg svo einfalt og á þessu máli eru tvær ef ekki fleiri hliðar. Það sem ég benti þessari ágætu konu á var að þó að Sara Björk og Jóhann Berg séu bæði að spila fótbolta þá eru þau alls ekki að vinna sömu vinnuna hjá sama vinnuveitandanum. Jóhann Berg spilar í ensku úrvalsdeildinni, sem er vinsælasta fótboltadeild í heimi. Þar er þetta örugglega einhver milljón miða sem er seld í hverri viku. Allir eru tilbúnir til að borga hátt verð fyrir miðana. Svo eru sjónvarpsréttarsamningar seldir út um allan heim. Þetta er selt á marga milljarða. Svo eru treyjur, alls kyns varningur, auglýsingasamningar. Veltan er svakaleg.“ 

Frosti sagði launamuninn því eðlilegan.

„Á sama tíma er Serie A, ítalska kvennadeildin, nýorðin atvinnumannadeild. Hún varð það bara í ár. Fram að því var þetta hálfatvinnumannadeild eins og Besta deildin á Íslandi. En það er mjög gott fyrir Söru Björk, enda er hún með 32 milljónir á ári, sem er frábært.

En í Serie A eru ekki að seljast milljónir miða í hverri viku. Það eru kannski hundruðir sem fylla stúkuna á hverjum leik. Treyjur seljast ekki eins grimmt og sýningarrétturinn selst ekki á marga milljarða. Þannig veltan er allt önnur í ensku úrvalsdeildinni. Svo það er ekki verið að skapa sömu verðmætin. Það er lykilsetning í þessu.“

Frosti tók dæmi um síðustu heimsmeistaramót í karla- og kvennaflokki.

„Heildartekjur á síðasta heimsmeistaramóti kvenna voru 131 milljón dollarar. Á meðan voru heildartekjur síðasta heimsmeistaramóts karla 6 milljarðar. Af því fengu knattspyrnukonurnar greiddar 30 milljónir dollara á meðan karlarnir fengu 400 milljónir dollara. Það þýðir að konurnar fengu 20% af heiladartekjunum en karlarnir aðeins 7%. Þannig að þarna er ekki um misrétti að ræða nema síður sé.“

Frosti sagði svo að launamunur tíðkist líka í hina áttina í öðrum atvinnugreinum.

„Takiði bara tískuvikuna í París. Spyrjið ykkur hvað kvenkyns fyrirsætur fá á móti karlkyns fyrirsætum. Eða í bandaríska klámiðnaðinum.“

Launahæstu í knattspyrnukonurnar
Sara Björk Gunnarsdóttir – Juventus – 32 milljónir
Sveindís Jane – Wolfsburg – 24 milljónir
Glódís Perla Viggósdóttir – Bayern Munchen – 20 milljónir

Launahæstu knattspyrnumennirnir
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley – 500 milljónir
Aron Einar Gunnarsson – Al Arabi – 350 milljónir
Rúnar Alex Rúnarsson – Arsenal (Alanyaspor á láni) – 280 milljónir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“