Mason Mount hefur sent stuðningsmönnum Chelsea hjartnæma kveðju nú þegar hann hefur yfirgefið félagið og skrifað undir hjá Manchester United.
Mount hefur skrifað undir hjá United en félagið á eftir að tilkynna um komu hans.
Mount er 24 ára gamall og ólst upp hjá Chelsea en náði ekki saman við félagið um nýjan samning.
„Hæ stuðningsmenn Chelsea, þetta kemur ykkur kannski ekki á óvart miðað við sögusagnir síðustu sex mánuðina. Ég hef tekið þá ákvörðun að fara frá Chelsea,“ sagði Mount.
„Ég er mjög þakklátur fyrir stuðninginn frá átta ára aldri, við höfum gengið í gegnum margt saman.“
Kveðjuna má sjá hér að neðan.
Mason Mount x Chelsea fans. 🔵 #CFC pic.twitter.com/73A5ZIdKuV
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 4, 2023