Callum Hudson-Odoi vill fara frá Cheslea en hann hefur látið félagð vita af þessu degi eftir að Mauricio Pochettino tók við sem stjóri liðsins.
Pochettino tók formlega í gær en Hudson-Odoi vill fara og spila fótbolta á næstu leiktíð.
Endski landsliðsmaðurinn var á láni hjá Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð en fann ekki sitt besta form þar.
Hudson-Odoi er 22 ára gamall en hann hefur verið í herbúðum Chelsea frá átta ára aldri.
Samningur Hudson-Odoi rennur út eftir eitt ár en bæði lið á Englandi og í Sádí Arabíu hafa sýnt þessum kröftuga 22 ára leikmanni áhuga.