Kylian Mbappe fer fram um 240 milljónir evra í árslaun með öllum pakkanum ef hann á að fara frá PSG í sumar. Kappinn ætlar sér burt frá París.
Mbappe verður samningslaus eftir ár og hefur látið franska félagið vita af áformum sínum um að fara þá.
PSG vill helst selja Mbappe í sumar en erfitt er að sjá nokkurt félag reiða fram þá upphæð sem PSG sættir sig við.
Marca segir að Real Madrid sem hefur mikinn áhuga á Mbappe sé ekki tilbúið í þann launapakka sem Mbappe fer fram á.
Þá segir Marca að Real Madrid sé ekki með nein plön um að bjóða í Mbappe í sumar og að félagið bíði frekar í ár.
Marca segir enn fremur að Mbappe þurfi að átta sig á því að hann þurfi að taka á sig launalækkun til þess að koma til Real Madrid.