Það virðist æ líklegra að Thiago Alcantara sé á förum frá Liverpool. Nýjasta athæfi hans á samfélagsmiðlum ýtir undir það.
Thiago gekk í raðir Liverpool frá Bayern Munchen árið 2020. Síðan hefur hann mikið verið meiddur en sýnt góða frammistöðu inn á milli.
Spánverjinn, sem er alinn upp hjá Barcelona, verður samningslaus næsta sumar og dagar hans á Anfield gætu verið taldir.
Nú hefur miðjumaðurinn fjarlægt nafn Liverpool af Instagram síðu sinni. Þykir það gefa sterklega til kynna að hann sé á förum.
Liverpool stendur í ströngu að endurnýja miðsvæði sitt í sumarglugganum. Þeir Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai eru báðir gengnir í raðir félagsins og eru miklar vonir bundnar við þá.
Thiago has removed LFC from his Instagram bio. pic.twitter.com/k5fufT5I4a
— Anfield Edition (@AnfieldEdition) July 3, 2023