Arsenal er nú farið að skoða það hvernig félagið getur safnað peningum með því að selja leikmenn. Félagið hefur opnað veskið hressilega í upphafi sumars.
Arsenal borgaði 65 milljónir punda fyrir Kai Havertz, þá er félagið að fá Declan Rice á 105 milljónir punda og Jurrien Timber á 40 milljónir punda.
Sky Sports segir að Arsenal sé til í að selja þá Nicolas Pepe, Folarin Balogun, Albert Sambi-Lokonga, Nuno Tavares og Cedric Soares.
Arsenal vill fá um 50 milljónir punda fyrir Balogun sem raðaði inn mörkum fyrir Reims í Frakklandi á síðustu leiktíð.
Einhverjir af þessum leikmönnum verða seldir en aðrir gætu farið á lán þar sem þeir eru ekki í plönum Mikel Arteta.
Nicolas Pepe er einn dýrasti leikmaður í sögu Arsenal en kantmaðurinn hefur aldrei fundið taktinn á árunum þremur hjá Arsenal.