Því er haldið fram í enskum blöððum í dag að Al-Naassr í Sádí Arabíu hafi mikinn áhuga á því að semja við David de Gea.
Samningur De Gea við Manchester United er á enda en einhverjar viðræður standa þó enn yfir.
Ensk blöð segja að Sádarnir vilji sækja De Gea og borga honum um 12 milljónir punda í árslaun.
Þrátt fyrir að það sé talsvert minni upphæð en United greiddi De Gea þá skilur það meira eftir í vasanum vegna skatta sem ekki þarf að greiða í Sádí.
De Gea er 32 ára gamall og hefur verið hjá Manchester United í tólf ár en tími hans þar virðist vera að koma á enda.