Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur staðfest það að félagið hafi fengið risatilboð í Frenkie de Jong síðasta sumar.
De Jong var endalaust orðaður við Manchester United en ekkert varð úr þeim skiptum að lokum.
Það er þó ljóst að félög reyndu við Hollendinginn sem var talinn vera til sölu á tímapunkti.
Laporta virðist þó halda því fram að það hafi ekki verið vilji Barcelona að selja leikmanninn fyrir neina upphæð.
Hann er hins vegar ásakaður um lygar af stuðningsmönnum Barcelona sem vilja meina að De Jong hafi sjálfur komið í veg fyrir skiptin.
,,Á seinasta ári þá fengum við tilboð upp á 100 milljónir punda fyrir Frenkie de Jong,“ sagði Laporta.
,,Við gerðum vel með því að selja hann ekkdi. Það eru leikmenn sem eiga ekki að vera til sölu.“