Jorge Jesus er að taka við landsliði Sádí Arabíu og verður um leið launahæsti landsliðsþjálfari heims.
Frá þessu greina ýmsir miðlar en Jesus er 68 ára gamall og hefur undanfarið ár þjálfað Fenerbahce í Tyrklandi.
Jesus er þekktastur fyrir tíma sinn í Portúgal en hann þjálfaði til að mynda Benfica frá 2009 til 2015 og svo Sporting frá 2015 til 2018.
Það er nóg til af peningum í Sádí Arabíu og mun Jesus fá 10 milljónir evra á hverju ári fyrir vinnu sína hjá Sádí Arabíu.
Hann hefur aldrei áður þjálfað landslið en hefur náð mjög góðum árangri sem stjóri á 33 ára ferli.
Saudi Arabia set to announce Jorge Jesus as new manager and pay him €10M a season making him the highest paid national team manager in the world#jorgejesus
— Portuguese Soccer ⚽️ 🇵🇹 (@psnlsoccer) June 29, 2023