Það eru svo sannarlega fáir eins og fyrrum sóknarmaðurinn Craig Bellamy sem lék með liðum eins og Newcastle, Liverpool og Manchester City.
Bellamy var í raun brjálæðingur innan vallar og var duglegur að hrauna yfir aðra leikmenn og láta finna fyrir sér.
Einn af þeim sem þurfti að glíma við Bellamy var Jack Wilshere, þáverandi undrabarn Arsenal, en þeir mættust þegar sá síðarnefndi var aðeins 16 ára gamall.
Wilshere var mikill aðdáandi Bellamy og vildi skiptast á treyjum eftir leik í deildabikarnum er Bellamy spilaði með Man City.
,,Ég man vel eftir Craig Bellamy, ég spilaði gegn honum þegar ég var aðeins 16 ára gamall,“ sagði Wilshere.
,,Þetta var í deildabikarnum og við spiluðum við Manchester City á útivelli og hann var ömurlegur við mig allan leikinn.“
,,Þrátt fyrir það þá bað ég um treyjuna hans eftir leik, hann samþykkti að skipta. Ég labbaði burt og sá hann þrífa skóna sína með treyjunni.“