Það er kjaftæði að Chelsea hafi boðið Atletico Madrid að semja við bakvörðinn Marc Cucurella í sumar.
Umboðsmaður leikmannsins, Alvaro Dominguez, staðfestir þær fregnir en sögusagnir hafa verið á kreiki.
Cucurella var keyptur til Chelsea frá Brighton síðasta sumar en hann spilaði mjög vel með því síðarnefnda.
Frammistaða Spánverjans hjá Chelsea heillaði þó fáa en gengi liðsins heilt yfir var fyrir neðan allar hellur.
,,Falsfréttir,“ skrifaði Dominguez við færslu á Twitter um að Cucurella væri til boða fyrir Atletico.
Þessi 24 ára gamli leikmaður spilaði 33 leiki fyrir Chelsea í vetur og lagði upp tvö mörk.