Íþróttavikan er á dagskrá alla föstudaga hér á 433 og í Sjónvarpi Símans. Þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti og í þetta skiptið mætti Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals.
HK vann Breiðablik í annað sinn á tímabilinu um síðustu helgi. Leikurinn fór 5-2 í Kórnum.
„Það er eitthvað sem er að angra menn eða koma þeim úr jafnvægi,“ segir Hrafnkell um Blika er þeir mæta HK.
„HK er svolítið með uppskriftina að því hvernig á að spila á móti Breiðablik. Þeir dæla bara krossum, liggja til baka og breika á þá.“
Umræðan í heild er í spilaranum.