Sadio Mane, leikmaður Bayern Munchen, hefur opnað sig um það þegar hann kýldi liðsfélaga sinn Leroy Sane í vetur.
Allt sauð upp úr á milli Mane og Sane eftir 3-0 tap gegn Manchester City í Meistaradeildinni en þeir rifust einnig innan vallar.
Mane var um tíma settur í stutt bann hjá Bayern en var ekki lengi að snúa aftir til æfinga.
Þeir félagar náðu sáttum að lokum en Mane viðurkennir að eitthvað hafi átt sér stað eftir leikinn.
Senegalinn fer ekki út í nein smáatriði en segir að það sé ekkert illt þeirra á milli þessa dagana.
,,Eitthvað svona getur átt sér stað. Við gátum fundið úr þessu litla vandamáli,“ sagði Mane við 2sTV.
,,Stundum er gott að finna lausn á vandamálunum en kannski ekki á þennan hátt. Þetta tilheyrir sögunni í dag.“