Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano hefur birt myndband sem gerir marga stuðningsmenn Liverpool spennta.
Þar má sjá miðjumanninn Dominik Szoboszlai á flugvelli í Liverpool en hann er að ganga í raðir félagsins.
Szoboszlai er 22 ára gamall en hann er að ganga endanlega í raðir Liverpool frá RB Leipzig í Þýskalandi.
Liverpool borgar um 60 milljónir punda fyrir strákinn sem er ungverskur landsliðsmaður.
Romano birti myndband af Szoboszlai í dag þar sem má sjá miðjumanninn lenda í Liverpool eftir flug í einkaflugvél.
Dominik Szoboszlai. ✅🔴✈️ #LFC
🎥 @DaveOCKOPpic.twitter.com/QuVhpAGi1R
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2023