Manchester City var að kaupa einn versta miðjumann ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð samkvæmt tölfræðisíðunni WhoScored.
Um er að ræða miðjumanninn Mateo Kovacic sem kostaði Englandsmeistarana 25 milljónir punda á dögunum.
Kovacic var lengi einn mikilvægasti leikmaður Chelsea en var fjórði versti miðjumaður úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Kovacic fékk 6,48 í meðaleinkunn yfir leikmenn sem spiluðu yfir 1500 mínútur en sá versti var Remo Freuler með einkunn upp á 6,37.
Kovacic skrifaði undir fjögurra ára samning við Manchester City en hann skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í fjölmörgum leikjum.
📉 Worst rated central midfielders in the Premier League last season (1500+ mins played):
1⃣ Remo Freuler – 6.37
2⃣ Lewis Cook – 6.41
3⃣ Ryan Yates – 6.46
4⃣ 𝐌𝐚𝐭𝐞𝐨 𝐊𝐨𝐯𝐚𝐜𝐢𝐜 – 𝟔.𝟒𝟖✒️ Kovacic has this evening left Chelsea for Manchester City pic.twitter.com/N087EqeNmZ
— WhoScored.com (@WhoScored) June 27, 2023