Arsenal var ekki langt frá því að missa af sóknarmanninum Kai Havertz sem var áður á mála hjá Chelsea.
Havertz er genginn í raðir Arsenal en skiptin voru staðfest á miðvikudag.
Þjóðverjinn kostar Arsenal 65 milljónir punda en áður en skiptin gengu í gegn ákvað Real Madrid að hafa samband við Chelsea.
Real reyndi að stela Havertz á síðustu stundu en þessi 24 ára gamli leikmaður skrifaði að lokum undir á Amirates.
Real var tilbúið að borga svipaða upphæð fyrir þýska landsliðsmanninn en var aðeins of seint í að blanda sér í baráttuna.
Havertz er 24 ára gamall en náði aldrei að finna sig almennilega hjá Chelsea.