Willian er á förum frá Fulham ef marka má frétt Evening Standard.
Samningur hins 34 ára gamla Willian við Fulham rennur út á miðnætti. Félagið bauð honum nýjan eins árs samning en samkvæmt nýjustu fréttum hefur leikmaðurinn hafnað honum.
Talið er að Willian hafi viljað launahækkun sem Fulham var ekki til í að veita honum.
Willian sneri aftur í enska boltann síðasta sumar frá Corinthians og stóð sig afar vel með nýliðum Fulham. Kappinn kom að 11 mörkum í 27 leikjum.
Nú þarf hann að finna sér nýtt félag.