Manchester United mun síðar í dag leggja fram tilboð í Andre Onana markvörð Inter. Fjöldi miðla segir frá þessu.
Búist er við að United leggi fram tilboð sem er nálægt þeim 50 milljónum evra sem Inter vill fá.
David De Gea verður samningslaus á miðnætti og stefnir allt í það að United losi sig við markvörð sinn til tólf ára.
Onana og Erik ten Hag unnu saman hjá Ajax og vill hollenski stjórinn fá hann í markið hjá sér.
Onana er 27 ára gamall og hefur leikið rúmlega 30 landsleiki fyrir Kamerún.
🚨 @Inter, procede spedita la trattativa con il @ManUtd per #Onana. Attesa in serata la prima offerta ufficiale: i dettaglihttps://t.co/PaKYHw9paS
— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) June 30, 2023