fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

United gat fengið 100 milljóna punda skotmark sitt á 4,5 milljónir

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 30. júní 2023 11:00

Mun Caicedo GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefði getað fengið skotmark sitt, Moises Caicedo, á mun betra verði fyrir tveimur og hálfu ári.

United er að ganga frá kaupum á Mason Mount á 60 milljónir punda frá Chelsea.

Þrátt fyrir það er Caicedo, sem er leikmaður Brighton, áfram orðaður við félagið. Ekvadorski miðjumaðurinn hefur verið orðaður við nokkur stórlið undanfarið en Brighton hafnaði til að mynda 70 milljóna punda tilboði Arsenal í janúar.

Nú er talið að Brighton vilji allt að 100 milljónir punda fyrir hann.

Brighton keypti Caicedo snemma árs 2021 frá Indipendiente í heimalandinu. Þá hafði United einmitt áhuga á honum.

Í fyrra kom það fram í enskum miðlum, eftir flotta frammistöðu Caicedo gegn United, að United hafi fengið tækifæri til að kaupa Caicedo á 4,5 milljónir punda áður en hann fór til Brighton.

Þetta var svo rifjað upp í dag. Ekki er ljóst hvort United hjóli í Caicedo eða láti Mount duga í bili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur