Jóhann Berg Guðmundsson var launahæsti íslenski knattspyrnumaðurinn á síðasta ári. Sara Björk Gunnarsdóttir þénaði mest knattspyrnukvenna.
Viðskiptablaðið birti listann í dag.
Jóhann, sem er á mála hjá Burnley, þénaði 500 milljónir á síðasta ári. Sara er hjá ítalska stórliðinu Juventus og þénaði hún 32 milljónir.
Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Al Arabi, fylgir á hæla Jóhann karlamegin, þó með 150 milljónum minna.
Hér að neðan má sjá þrjú launahæstu í karla- og kvennaflokki.
Launahæstu í knattspyrnukonurnar
Sara Björk Gunnarsdóttir – Juventus – 32 milljónir
Sveindís Jane – Wolfsburg – 24 milljónir
Glódís Perla Viggósdóttir – Bayern Munchen – 20 milljónir
Launahæstu knattspyrnumennirnir
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley – 500 milljónir
Aron Einar Gunnarsson – Al Arabi – 350 milljónir
Rúnar Alex Rúnarsson – Arsenal (Alanyaspor á láni) – 280 milljónir