Reece James var í stuði í gær ef marka má færslu hans á Twitter.
Bakvörðurinn er á mála hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Stuðningsmaður Arsenal setti inn færslu tengda kappanum. „Reece James til Arsenal. Hver segir nei?“ spurði notandinn á Twitter.
James hefur greinilega lítinn áhuga á að fara að fordæmi Jorginho og Kai Havertz undanfarið og ganga í raðir Arsenal frá Chelsea.
„Ég segi nei,“ svaraði James.
Eðlilega vakti þetta mikla kátínu á meðal stuðningsmanna Chelsea.
I say no.
— Reece James (@ReeceJames) June 29, 2023