Lengjudeildarlið, Víkings er komið í bikarúrslit eftir frækinn sigur á Bestu deildar liði FH í kvöld. Leikið var í Kaplakrika.
Sigdís Eva Bárðardóttir var hetja Víkings en hún kom liðinu þegar síðari hálfleikur var rétt farin af stað.
Hildigunnur Ýr jafnaði leikinn en aftur var það Sigdís sem setti knöttinn í netið og skaut Víkingi í bikarúrslit.
Víkingur mætir Breiðablik eða Stjörnunni í úrslitaleiknum en þau mætast í undanúrslitum.
FH 1 – 2 Víkingur
0-1 Sigdís Eva Bárðardóttir
1-1 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
1-2 Sigdís Eva Bárðardóttir