Liverpool hefur frumsýnt varabúning sinn fyrir komandi leiktíð en er að ræða hvíta og græna treyju.
Óhætt er að segja að treyjan sé nokkuð umdeild og þykir mörgum netverjum hún vera hreinlega ljót.
Treyjan líkist þeirri sem Liverpool notaði tímabilið 1995/96.
Liverpool er í treyjum frá Nike en allar helstu stjörnur liðsins sitja fyrir á auglýsingum.