Það er krísa að skapast hjá einu best mannaða liði Lengjudeildarinnar en Grindavík tapaði í kvöld á heimavelli gegn nýliðum Þróttar.
Hinrik Harðarson kom Þrótti yfir áður en Símon Logi Thasaphong jafnaði fyrir heimamenn. Bæði mörkin komu á fyrstu tíu mínútum leiksins.
Það var svo Ágúst Karel Magnússon sem skoraði eina mark síðari hálfleiks og tryggði Þrótti 1-2 sigur.
Grindavík er nú níu stigum á eftir toppliði Aftureldingar en liðið hefur misst flugið.
Þróttur er í sjötta sæti með sex stig.