Fjöldi knattspyrnumanna verða atvinnulausir í fyrramálið þegar samningar þeirra renna út.
Margir hafa fyrir löngu tekið ákvörðun um að fara annað og má þar nefna Angel di Maria sem er að fara frítt frá Juventus til Benfica.
Roberto Firmino hafnaði nýjum samningi hjá Liverpool og endar líklega í Sádí Arabíu.
David de Gea er svo að öllum líkindum á förum frá Manchester United gegn hans vilja en félagið hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning.
Segio Ramos og Wilfried Zaha eru líka á lista en hér að neðann er draumalið þeirra sem verða atvinnulausir á miðnætti.