Liverpool er búið að virkja 70 milljóna evru klásúlu Dominik Szoboszlai í samningi hans við RB Leipzig.
Allir stærstu íþróttablaðamenn í heimi greina frá þessu en læknisskoðun er næsta skref.
Liverpool gekk hratt til verks þegar félagið ákvað að kaupa miðjumanninn frá Ungverjalandi sem er 22 ára gamall.
Szoboszlai er enginn Íslandsvinur enda hann gerði hann út um draum okkar á sæti á Evrópumótið sem fram fór í Englandi árið 2021.
Ísland og Ungverjaland mættust þá í úrslitaleik um EM sæti í nóvember árið 2021 þar sem Szoboszlai skoraði sigurmark Ungverja á 92 mínútu.