Íslenska kvennalandsliðið spilar tvo vináttuleik í júlímánuði. Miðasala á leikinn hér heima hefst á morgun.
Ísland tekur á móti Finnlandi 14. júlí kl. 18:00 á Laugardalsvelli og heimsækir svo Austurríki þar sem liðin mætast á Stadion Wiener Neustadt í Wiener Neustadt þann 18. júlí kl. 17:45.
Báðir leikirnir verða sýndir í opinni dagskrá á Sjónvapi Símans.
Þorsteinn Halldórsson kynnti hóp sinn í dag og má sjá hann hér.
Miðasala opnar í hádeginu á morgun og má nálgast miða hér.
Miðasala hefst á morgun 🎟️🎟️https://t.co/BZqYxPK0aR pic.twitter.com/lvQdHTbtp8
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 29, 2023