fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Besta deildin: Stjarnan gerði lítið úr nágrönnum sínum í FH – Víkingur með átta stiga forskot á toppnum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 21:11

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan gerði lítið úr FH í leik í Bestu deild karla í kvöld þar sem heimamenn unnu sanngjarnan 5-0 sigur. Leikurinn var búinn eftir um tólf mínútur.

Emil Atlason skoraði tvö mörk í röð, það fyrra á tíundu mínútu og hið síðara tveimur mínútum síðar. Eggert Aron Guðmundsson bætti því þriðja við í fyrri hálfleik.

Ísak Andri Sigurgeirsson kom að öllum þessum mörkum og var magnaður í liði Stjörnunnar í kvöld.

Guðmundur Kristjánsson bætti við fjórða markinu áður en Ísak fullkomnaði leik sinn með fimmta markinu. Stjarnan fór upp úr fallsæti með sigrinum og upp í það áttunda.

Á sama tíma vann topplið Víkings sigur á Fylki en liðið þurfti að hafa fyrir honum. Óskar Borgþórsson kom Fylki yfir áður en Matthías Vilhjálmsson og Viktor Örlygur Andrason komu gestunum yfir.

Það var svo Ari Sigurpálsson sem tryggði 1-3 sigur með marki í uppbótartíma.

Víkingur með átta stiga forskot á Val á toppi deildarinnar.

Stjarnan 5 – 0 FH
1-0 Emil Atlason (Vítaspyrna)
2-0 Emil Atlason
3-0 Eggert Aron Guðmundsson
4-0 Guðmundur Kristjánsson
5-0 Ísak Andri Sigurgeirsson

Fylkir 1 – 3 Víkingur
0-1 Matthías Vilhjálmsson
1-1 Óskar Borgþórsson
1-2 Viktor Örlygur Andrason
1-3 Ari Sigurpálsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Í gær

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing