Forráðamenn Arsenal eru óðir á markaðnum þessa stundina og eru á barmi þess að klára þriðju kaup sín á örfáum dögum. Félagið staðfesti kaup á Kai Havertz frá Chelsea í gær.
Fyrir Havertz borgaði Arsenal um 65 milljónir punda og í gær samþykkti West Ham 105 milljóna punda tilboð í Declan Rice.
Kaupin á Rice verða kláruð á næstu dögum og þá er komið að Jurrien Timber varnarmanni Ajax.
Ajax vill fá um 40 milljónir punda fyrir Timber og er allt að verða klappað og klárt þar, Arsenal er því að eyða um 210 milljónum punda á örfáum dögum.
Búist er við að Arsenal byrji svo að selja leikmenn og eru Thomas Partey og Granit Xhaka nefndir til sögunnar.
Jurrien Timber deal, now at final stages as revealed earlier. But no medical has been scheduled yet and there are still some details to clarify between clubs.
Looks like matter of time and then Mikel Arteta will have one more top signing.
More to follow ⤵️⏳ https://t.co/nrpCtr46V9
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 29, 2023