Al-Ittihad í Sádí Arabíu hefur hafið formlegar viðræður við Celtic um kaup á kantmanninum Jota.
Jota hefur látið skoska félagið vita að hann vilji ólmur fara.
Al-Ittihad er klárt í að borga þær 25 milljónir punda sem Jota er sagður kosta. Hann er 24 ára gamall og átti frábært tímabil með Celtic.
Al-Ittihad hefur fest kaup á Karim Benzema og N´Golo Kante í sumar og nú virðist Jota næstur.
Al-Ittihad er eitt af þeim félögum sem ríkið í Katar keypti 75 prósent hlut í til að dæla inn peningum og kaupa öfluga leikmenn.