Arsenal og West Ham hafa samið um kaupverðið á Declan Rice.
Arsenal bauð í gær 100 milljónir punda með möguleika á 5 milljónum punda til viðbótar. Verður Rice dýrasti Englendingur sögunnar.
Nú hefur West Ham samþykkt tilboð Arsenal en aðeins á eftir að ganga frá því hvernig greiðslum verður háttað.
Skiptin ættu að ganga í gegn á allra næstunni.
Manchester City hafði einnig mikinn áhuga á Rice en dró sig úr viðræðunum eftir þriðja tilboð Arsenal upp á 105 milljónir punda.
🚨 Arsenal have agreed a fee with West Ham to sign Declan Rice. #AFC made £100m + £5m add-ons offer for 24yo England midfielder last night & that has been accepted. Record for British player. Clubs now working to resolve payment terms @TheAthleticFC #WHUFC https://t.co/pVl7o7MXhC
— David Ornstein (@David_Ornstein) June 28, 2023
🚨 West Ham have just communicated to Arsenal that they’re accepting £100m plus £5m add-ons fee for Declan Rice.
The two clubs remain in talks over deal structure & payment terms — as West Ham want £100m to be paid within 18 months.
Final discussions and then… done deal. pic.twitter.com/khKe5EgeFc
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 28, 2023