Virtur umboðsmaður í sænska fótboltanum er sakaður um að hafa beðið marga af skjólstæðingum sínum um typpamyndir á síðustu árum.
Sænskir fjölmiðlar fjalla um málið og segja að umboðsmaðurinn sé mjög virtur í sínu fagi og hafi vegnað vel.
Umboðsmaðurinn er sagður hafa komið af mörgum stórum samningum í sænsku deildinni og að fyrirtæki hans þéni tugi milljóna á ári.
Umboðsmaðurinn er sakaður um það að af 20 knattspyrnumönnum um að hafa beðið þá um typpamyndir, sumir segja að hann hafi viljað sleppa því að taka laun fyrir vinnu sína ef hann fengi typpamynd.
Maðurinn notaði Snapchat til að eiga samskiptin við leikmennina en hann hafnar allri sök í málinu.
Umboðsmaðurinn segir að leikmennirnir séu að reyna að grafa undan sér og að hann hafi lent í fjárkúgun vegna þessa máls.