James Maddison er genginn í raðir Tottenham frá Leicester. Þetta hefur verið staðfest.
Kappinn hefur verið lykilmaður fyrir Leicester undanfarin ár. Liðið féll óvænt úr ensku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð og þurfti Maddison því að róa á önnur mið.
Tottenham greiðir Leicester 40 milljónir punda fyrir hinn 26 ára gamla Maddison og skrifar leikmaðurinn undir fimm ára samning í Norður-Lundúnum.
We are delighted to announce the signing of James Maddison!
Let's go, Madders 🤍
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 28, 2023