Yahoo fjallar um Gylfa Þór Sigurðsson í dag og viðræður hans við DC United í Mls deildinni. 433.is sagði fyrst allra miðla í heiminum frá því á sunnudag að viðræður væru í gangi.
Ensk blöð sögðu Gylfa hafa mætt til Wasinghton á mánudag en það er fjarri lagi.
Yahoo segir að ekkert formlegt tilboð sé komið á borðið en að viðræður Gylfa og DC United haldi áfram á næstu dögum.
DC United er í 9 sæti í sínum riðli í MLS deildinni sem er síðasta sætið inn í úrslitakeppnina og vill félagið því styrkja liðið sitt.
Nokkrar tengingar Gylfa við félagið gera félagaskiptin líklega að fýsilegan kost fyrir einn besta knattspyrnumann í sögu Íslands. Fyrst ber að nefna þjálfara liðsins sem er Wayne Rooney, hann og Gylfi léku saman hjá Everton í eitt ár áður en Rooney gerðist leikmaður DC United.
Jason Levien og Stephen Kaplan eru stjórnarformenn DC United og eiga stóran hlut í félaginu. Þeir þekkja íslenska landsliðsmanninn ansi vel, þeir félagar keyptu Swansea sumarið 2016 þegar Gylfi Þór var leikmaður félagsins.