Kai Havertz er að ganga í raðir Arsenal og hefur fyrsta viðtali hans sem leikmaður félagsins verið lekið á netið.
Þjóðverjinn kemur frá Chelsea og munu Skytturnar borga um 65 milljónir punda fyrir hann.
Skiptin hafa ekki verið staðfest en það er alevg ljóst að Havertz mun ganga í raðir Arsenal.
Nú hefur viðtal við heimasíðu Arsenal verið birt. Þar kemur einnig fram treyjunúmer Havertz, en hann verður númer 29 hjá Arsenal líkt og hjá Chelsea.
Hér að neðan má sjá viðtalið.
🗣️ “It’s super exciting for me personally, I’m so glad to join this amazing club. I think you know, this club has such a big history and I hope we can achieve lots of things.”
Kai Havertz first FULL interview as an Arsenal player.
🎥 [via @asxd_98].
— TheAFCnewsroom (@TheAFCnewsroom) June 28, 2023