James Maddison er að ganga í „ Tottenham frá Leicester fyrir um 40 milljónir punda en hann hefur eytt nokkrum gömlum Twitter færslum.
Enski landsliðsmaðurinn virðist hafa hatað Tottenham á árum áður og þá sérstaklega þegar Gareth Bale var stjarna liðsins.
„Ég hata Gareth Bale með ástríðu, slakaðu á api. Wilshere er 10 sinnum betri en þú simpansi,“ skrifaði Maddisson árið 2012.
Maddison var þá 16 ára gamall og hélt áfram að urða yfir Tottenham sem er í dag að fara að borga honum 30 milljónir króna á viku.
„Vona að Luis Suarez slátri Tottenham í dag, þoli ekki Spurs. Sérstaklega ekki apann sem allir eru að tala um,“ segir Maddisson nokkrum mánuðum síðar árið 2013.
Maddison er að fara í læknisskoðun í dag og verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstu klukkustundum.