Sádi-Arabíska deildin hefur lokkað til sín fjöldan allan af stjörnum undanfarið.
Má þar nefna Cristiano Ronaldo, sem kom í vetur, N’Golo Kante, Karim Benzema, Ruben Neves og Kalidou Koulibaly.
Fjöldinn allur í viðbót hefur verið orðaður við brottför til Sádi-Arabíu og tók Sportbible saman draumalið þeirra sem hafa verið orðaðir við sádi-arabíska boltann undanfarið.
Þar eru menn á borð við Sergio Ramos, Bernardo Silva, Roberto Firmino og Neymar.
Luka Modric er einnig í liðinu en hann hefur útilokað brottför til Sádi-Arabíu með því að skrifa undir árs framlengingu við Real Madrid.
Hér að neðan er draumaliðið í heild.