Manchester City hefur látið alla helstu blaðamenn Englands vita af því að félagið muni ekki gera nýtt tilboð í Declan Rice miðjumann West Ham.
City gerði eitt 90 milljóna punda tilboð en telur leikmanninn ekki vera þess virði að fara hærra.
Arsenal hefur nú boðið 105 milljónir punda og situr við samningaborðið með West Ham til að finna samkomulag.
Manchester City are relaxed about the Declan Rice situation following their withdrawal. Club feel they’ve been in this position before – where they’ve refused to go higher than they think a player is worth – and believe their judgement has proved to be sound.
— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) June 28, 2023
City telur sig ekki þurfa að fara í þessa upphæð og ætlar frekar að skoða aðra kosti.
City hefur á undanförnum árum ekki hikað við að bakka út ef þeir telja sig vera að fara að borga of hátt verð fyrir leikmann.
Því er búist við því að Declan Rice muni á allra næstu dögum verða leikmaður Arsenal sem var hans fyrsti kostur.