Hakim Ziyech fer í læknisskoðun hjá Al-Nassr á fimmtudag. Hann er því að öllum líkindum á barmi þess að ganga í raðir félagsins.
Ziyech er þrítugur og á tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea. Hann var hins vegar í algjöru aukahlutverki á nýafstaðinni leiktíð og fer nú annað.
Kappinn hefur valið að fara í peningana í Sádi-Arabíu, en eins og allir vita hefur fjöldinn allur af stjörnum farið í deildina þar undanfarið.
Talið er að Ziyech skrifi undir þriggja ára samning við Al-Nassr, en félagið er einnig með Cristiano Ronaldo innanborðs.
Ziyech skoraði alls 14 mörk í 107 leikjum fyrir Chelsea, en hann Meistaradeild Evrópu með félaginu.
Understand Hakim Ziyech will undergo medical tests with Al Nassr on Thursday as it has just been scheduled. 🟡🔵✅
All contracts are finally signed between player, Al Nassr and Chelsea. pic.twitter.com/cKgxaZkIQ4
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 28, 2023