Aron Elís Þrándarson er mættur heim úr atvinnumennsku og skrifar undir hjá uppeldisfélaginu sínu Víking.
Aron Elís er 28 ára gamall en hann hefur verið í atvinnumennsku frá 2015.
Aron var besti leikmaður Víkings þegar hann hélt út en hann hefur spilað með Álasundi og OB í Danmörku.
Samningur Arons Elís við OB rann út en hann var besti leikmaður félagsins árið 2021.
Aron Elís verður löglegur með Víkingi um miðjan júlí en hann hefur verið inn og út úr íslenska landsliðshópnum undanfarin ár.
Landsliðsmaðurinn og Víkingurinn hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið sem gildur út keppnistímabilið 2026
🔴 Einn dáðasti sonur Víkings
🙌 2013 bestur, efnilegastur og markahæstur
🤩 2014 Skærasta ungstirni efstu deildar
🤩 Atvinnumaður í Noregi og Danmörku
👏 Leikmaður ársins hjá OB 2021
🇮🇸 32 yngri landsleikir
🇮🇸 17 A-landsleikir, eitt markAron Elís Þrándarson 👋 pic.twitter.com/LlGtg7OLZ6
— Víkingur (@vikingurfc) June 27, 2023