Stjörnur úr Evrópuboltanum streyma nú til Sádi-Arabíu þar sem peningarnir eru gífurlegir.
Menn á borð við Karim Benzema og N’Golo Kante hafi nýverið farið í sádi-arabíska boltann, auk þess sem Ruben Neves og Kalidou Koulibaly eru einnig mættir þangað.
Þá gekk Cristiano Ronaldo auðvitað í raðir Al-Nassr í vetur.
Í kjölfar þróunarinnar var tekinn saman listi yfir þá tíu launahæstu í sádi-arabísku deildinni sem stendur.
Launahæstir í Sádi-Arabíu
1. Cristiano Ronaldo (Al Nassr) – 173 milljónir punda
2. Karim Benzema (Al Ittihad) – 172 milljónir punda
3. N’Golo Kante (Al Ittihad) – 86.2 milljónir punda
4. Kalidou Koulibaly (Al Hilal) – 30 milljónir punda
5. Ruben Neves (Al Hilal) – 16 milljónir punda
6. Ever Banega (Al Shabab) – 9.1 milljón punda
7. Matheus Pereira (Al Wahda) – 5.5 milljónir punda
8. Anderson Talisca (Al Nassr) – 5.17 milljónir punda
9. Ahmed Hegazi (Al Ittihad) – 5.01 milljón punda
10. Moussa Marega (Al Hilal) – 4.28 milljónir punda