Breiðablik er komið í úrslit umspilsins um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið vann Tre Penne í undanúrslitum í kvöld.
Umspilið er í heild leikið á Kópavogsvelli og var leikur kvöldsins þægilegur fyrir heimamenn.
Höskuldur Gunnlaugsson kom þeim yfir snemma leiks og Ágúst Eðvald Hlynsson tvöfaldaði forystuna um miðjan fyrri hálfleik.
Eftir um hálftíma leik fengu Blikar hins vegar á sig klaufalegt mark þegar Antonio Barretta kom boltanum í netið.
Skömmu fyrir hálfleik skoraði Klæmint Olsen fyrir Blika og kom þeim í 3-1.
Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson komu Blikum í 5-1 í seinni hálfleik áður en Höskuldur og Ágúst skoruðu á ný. Lokatölur 7-1 og Blikar mæta Buducnost í úrslitum á föstudag.
Breiðablik 7-1 Tre Penna
1-0 Höskuldur Gunnlaugsson
2-0 Ágúst Eðvald Hlynsson
2-1 Antonio Barretta
3-1 Antonio Barretta
4-1 Stefán Ingi Sigurðarson
5-1 Viktor Karl Einarsson
6-1 Höskuldur Gunnlaugsson
7-1 Ágúst Eðvald Hlynsson