Leeds er að skoða þann kost að kaupa nat Phillips varnarmann Liverpool í sumar. The Atletic segir frá.
Liverpool er til í að selja varnarmanninn fyrir 10 milljónir punda en samningur hans rennur út eftir tvö ár.
Þjálfaramál Leeds eru ekki komin á hreint en félagið skoðar samt sem áður kaupin.
Phillips sem er 26 ára gamall kom 19 ára gamall til Liverpool frá Bolton.
Hann hefur svo farið á láni til Stuttgart og Bournemouth en aldrei tekist að finna sér fast sæti í liði Liverpool.